101 árs kona bætti met í 100 metra hlaupi

Julia Hawkins í hlaupinu.
Julia Hawkins í hlaupinu. Ljósmynd/Instagram

Hin bandaríska Julia Hawkins er engin venjuleg 101 árs kona. Hún gerði sér nefnilega lítið fyrir og hljóp 100 metra á 40,12 sekúndum, sem er nýtt met hjá 100 ára og eldri. 

Samkvæmt frétt frá Huffington Post missti hún af síðdegislúr sínum til að taka þátt í hlaupinu. Myndband af hlaupinu má sjá hér að neðan. 

mbl.is