Ólympíuleikar í Tókýó 2020 ofarlega á lista

Arna Stefanía Guðmundsdóttir
Arna Stefanía Guðmundsdóttir Ljósmynd

„Já, ég er rosalega sátt. Ég var mjög efins eftir riðlana og undanúrslitin, þar sem ég fann mig ekki nógu vel, sérstaklega síðustu 100 metrana,“ sagði Arna Stefanía Guðmundsdóttir í samtali við Morgunblaðið eftir að hún hreppti bronsið í úrslitum 400 metra grindahlaups á Evrópumótinu í frjálsíþróttum 23 ára og yngri í Póllandi í gær.

„Við Heiða [Ragnheiður Ólafsdóttir þjálfari, innskot blm.] ákváðum að áætlunin yrði að ég hlypi hægar yfir fyrstu átta grindurnar til að ég gæti komið sterkari inn í lokin og ég vann eiginlega bronsið þannig.“

Arna Stefanía æfir með FH, en hún er 21 árs gömul. Arna Stefanía var önnur Íslendinga sem unnu til verðlauna á mótinu, en Aníta Hinriksdóttir hlaut silfur í 800 metra hlaupi.

„Ég er bara mjög glöð, auðvitað er alltaf gaman að fá medalíu og þetta var markmiðið mitt en það er hægara sagt en gert“

Sjá allt viðtalið við Örnu í íþrótta­blaði Morg­un­blaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert