Íslandsmet og silfur hjá Fanneyju

Fanney Hauksdóttir bætti Íslandsmetið í klassískri bekkpressu í dag.
Fanney Hauksdóttir bætti Íslandsmetið í klassískri bekkpressu í dag. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Fanney Hauksdóttir keppti í dag á Evrópumeistaramótinu í klassískri bekkpressu. Þar vann Fanney til silfurverðlauna í 63 kílógramma flokki kvenna á nýju Íslandsmeti.

Fanney lyfti 110 kílógrömmum auðveldlega upp í fyrstu tilraun. Fanney lyfti síðan 112,5 kílógrömmum í annarri tilraun og bætti þar með eigið Íslandsmet.

Fanney freistaði þess að hrifsa gullið úr greipum Ungverjans Zsanett Palagyi sem hafði einnig lyft 112,5 kílógrömmum á minni líkamsþyngd með því að reyna við 115 kílógrömm. Það reyndist of þungt fyrir Fanneyju og hafnaði hún þar af leiðandi í öðru sæti á eftir Palagyi.

mbl.is