Lasitskene varð titil sinn

Maria Lasitskene varð heimsmeistari í hástökki kvenna í London í ...
Maria Lasitskene varð heimsmeistari í hástökki kvenna í London í kvöld. AFP

Rússneski hástökkvarinn Maria Lasitskene varði heimsmeistaratitil sinn í hástökki kvenna með stökki upp á 2,03 metra í London í kvöld.

Það var hin úkraínska Yuliia Levchenko sem varð í öðru sæti, en hún stökk 2,01 metra og Kamila Licwinko sem kemur frá Póllandi fór yfir 1,99 metra og hlaut bronsverðlaun.

Stökk Lasitskene sem dugði henni til heimsmeistaratitils að þessu sinni er sex sentímetrum styttra en heimsmet búlgarska hástökkvarans Stefku Kostadinovu sem er 2,09 metrar.

Lasitskene á hins vegar besta árangurinn í hástökki kvenna á árinu 2017 þegar hún stökk 2,06 metra í Lausanne í Sviss fyrir rúmum mánuði síðan.

mbl.is