Vetter skákaði tékknesku kösturunum

Johannes Vetter fagnar heimsmeistaratitli sínum í London í kvöld.
Johannes Vetter fagnar heimsmeistaratitli sínum í London í kvöld. AFP

Þýski spjótkastarinn Johannes Vetter kastaði lengst allra í spjótkastkeppni karla á heimsmeistaramótinu í London í kvöld. Vetter hafði betur gegn Tékkunum Jakub Vadlejch sem tryggði sér silfurverðlaun og Petr Frydrych sem hlaut bronsverðlaun.

Sigurkastið hjá Vetter var 89,89 metrar, en Vadlejch og Frydrych bættu báðir persónulega met sín með köstum upp á 89,73 metra annars vegar og 88,32 metra hins vegar.

Kastið sem tryggði Vetter heimsmeistaratitilinn að þessu sinni var töluvert styttra en heimsmet Tékkans Jan Zelezný. Heimsmet Zelezný sem hann setti í Jena í Þýskalandi er 98,48 metrar.

mbl.is