16. risatitillinn hjá Nadal

Rafael Nadal.
Rafael Nadal. AFP

Spánverjinn Rafael Nadal bar sigur úr býtum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem lauk í nótt að íslenskum tíma.

Nadal hafði betur gegn Suður Afríkumanninum Kevin Anderson í úrslitum, 6:3, 6:3 og 6:4.

Þetta var í þriðja sinn sem Nadal fagnar sigri á opna bandaríska meistaramótinu en hann stóð uppi sem sigurvegari á því árin 2010 og 2013. Þá var þetta 16. risatitill Spánverjans á ferlinum en þetta var fimmta mótið sem hann vinnur sigur í á þessu ári.

mbl.is