Lýkur tíu ára bið á fimmtudag?

Frá viðureign Vals og Breiðabliks í gærkvöld.
Frá viðureign Vals og Breiðabliks í gærkvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Línur skýrðust enn frekar á toppi Pepsi-deildar karla í knattspyrnu um helgina þegar 18. umferðin var spiluð.

Valur er nú með níu stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. Það er því hugsanlegt að Valsmenn verði Íslandsmeistarar á fimmtudaginn, ef bæði FH og Stjarnan missa af stigum þá. Staðan jafnaðist hins vegar í fallbaráttunni þar sem Fjölnir, Víkingur Ó. og ÍBV eiga í harðri baráttu og ÍA hefur ekki sagt sitt síðasta. Hagur FH vænkaðist mjög í baráttu um Evrópudeildarsæti.

Valur komst skrefi nær því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti síðan árið 2007 með dramatískum 1:0-sigri sínum gegn Breiðabliki á Valsvellinum í gærkvöldi. Það var Kristinn Ingi Halldórsson sem tryggði Val stigin þrjú með marki sínu undir lok leiksins, en sigurinn þýðir að Valur hefur níu stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar. Það var kannski ekki meistarabragur á spilamennsku Vals í gærkvöldi, en það er oftar en ekki sem meistaraefni hafa betur í leikjum þar sem liðið er síst sterkari aðilinn.

Sjá allt um leikina í  Pepsi-deildinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert