Ólympíuleikar í París og Los Angeles

Ólympíuleikarnir fara fram í París árið 2024.
Ólympíuleikarnir fara fram í París árið 2024. AFP

Ólympíuleikarnir 2024 verða haldnir í París, Frakklandi, og í Los Angeles, Bandaríkjunum, árið 2028. París sóttist eftir því að halda leikana árin 2008 og 2012, en árið 2024 verða 100 ár síðan París hélt leikana síðast. 

Leikarnir hafa áður farið fram í Los Angeles, fyrst árið 1932 og síðast árið 1984. Los Angeles sóttist einnig eftir því að halda leikana árið 2024, en samþykkt var að borgin myndi bíða í fjögur ár til viðbótar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert