Úrslitin standa

Gunnar Nelson og Santiago Ponzinbbio.
Gunnar Nelson og Santiago Ponzinbbio. Samsett mynd/UFC

Bardagasambandið UFC hefur ákveðið að úrslitin í bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio muni standa en Gunnar og hans menn kærðu bardagann eftir að Ponzinibbio rotaði Gunnar í fyrstu lotu í bardaga þeirra sem fram fór í Skotlandi í júlí. Þetta kemur fram á vefnum mma-fréttir.

Strax í viðtali eft­ir bar­dag­ann sagðist Gunn­ar hafa séð tvö­falt þar sem Arg­entínumaður­inn hafi potað í auga hans. Það má ekki í UFC. Niðurstaða kom í kærumálinu í gær og niðurstaðan er sú að úrslitin í bardaganum standa.

„Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart en ég var að vona að UFC myndi bregðast við þessu og taka á málinu af föstum tökum. Því miður gerðu þeir það ekki og það eru vonbrigði. En kannski vonbrigði sem maður átti von á,“ segir Haraldur Nelson, faðir Gunnars, í samtali við vefinn mmafrettir.is.

mbl.is