Hætta við HM vegna hamfaranna

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra hefur frestað HM í Mexíkó um óákveðinn tíma.
Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra hefur frestað HM í Mexíkó um óákveðinn tíma. AFP

Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra, IPC, sendi í morgun frá sér tilkynningu þess efnis að ákveðið hafi verið að fresta heimsmeistaramótum fatlaðra í sundi og lyftingum um óákveðinn tíma.

Mótin áttu að fara fram í Mexíkó 25. september – 7. október, en harður jarðskjálfti reið yfir landið í gær. Vitað er að um 250 eru látnir, en skjálftinn mældist 7,1 stig. Í samráði við stjórnvöld í Mexíkó og undirbúningsnefnd HM var ákveðið að fresta mótunum um óákveðinn tíma.

Til stóð að Ísland sendi sjö manna sveit á mótið, þar af fjóra keppendur. Þau Sonja Sigurðardóttir og Thelma Björg Björnsdóttir úr ÍFR voru skráðar til leiks í sundi eins og Már Gunnarsson úr Nes/ÍRB og Róbert Ísak Jónsson úr Firði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert