Conor McGregor gekk af göflunum (myndskeið)

Conor McGregor er skrautlegur.
Conor McGregor er skrautlegur. AFP

Afar furðuleg uppákoma átti sér stað í Dublin í kvöld þegar bardagamaðurinn skrautlegi Conor McGregor stal senunni, án þess þó að hafa verið að keppa.

Félagi hans Charlie Ward hafði unnið sigur í bardaga og í gleði sinni ruddist Conor inn í búrið og fagnaði með Ward. Dómari bardagans var ekki sáttur með þetta og ætlaði að senda Conor burt, en það fór ekki vel í þann írska.

Í stað þess að fara sá Conor rautt og réðst að dómaranum sem var að reyna að verja andstæðing Ward sem lá í roti sínu. Að lokum þurfti að koma Conor frá með valdi, en þessa stórfurðulegu uppákomu má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is