Meistararnir töpuðu fyrir austan

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti Nes, býr sig undir að slá …
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, Þrótti Nes, býr sig undir að slá í kvöld. Ljósmynd/Þróttur Nes

Tveir leikir fóru fram í Mizuno-deildum karla og kvenna í blaki í Neskaupstað í kvöld.

Kvennalið Þróttar Nes fékk Íslandsmeistara HK í heimsókn. Þróttarar gerðu sér lítið fyrir og skelltu meisturunum 3:1 (25:22, 23:25, 25:14, 25:15), en vegna bilunar í tölfræðikerfi er ekki hægt að greina frá stigahæstu leikmönnum.

Þróttur er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en HK hefur aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum. Liðin mætast aftur á morgun.

Í karlaflokki kom Stjarnan í heimsókn og vann 3:0 sigur (25:23, 25:19, 25:20). Michael Pelletier skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna, Miguel Mateo skoraði 20 stig fyrir Þrótt.

Stjarnan hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum en Þróttur hefur unnið einn leik. Liðin mætast aftur í hádeginu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert