Banaslys í skíðabrekkunum

David Poisson
David Poisson AFP

Verðlaunahafi í bruni frá heimsmeistaramóti, David Poisson, lést í dag þegar hann féll á æfingu á skíðasvæði í Kanada. 

Poisson var franskur og franska skíðasambandið tilkynnti um dauðsfallið. Ekki hefur verið greint frá því með nákvæmum hætti hverjar orsakir slyssins voru. 

Poisson vann til bronsverðlauna í bruni á HM 2013 og í fyrra sigraði hann í bruni á heimsbikarmóti í Kitzbühel í Austurríki. Hann fæddist árið 1982. 

David Poisson með verðlaun sín á HM 2013.
David Poisson með verðlaun sín á HM 2013. AFP
mbl.is