Fór í gegnum öryggisnet

David Poisson.
David Poisson. AFP

Frekari fréttir hafa nú borist af því hvað olli banaslysinu þegar franski skíðakappinn David Poisson lét lífið á æfingu í Kanada í gær. 

Poisson var á brunæfingu en hann er afreksmaður í greininni. Vann heimsbikarmót í bruni í Austurríki og hafði unnið til bronsverðlauna í bruni á HM 2013. 

Poisson mun hafa misst annað skíðið og dottið í kjölfarið. Kastaðist hann út í öryggisnet og fór þar í gegn. Endaði Frakkinn á tré. 

Samkvæmt franska skíðasambandinu var atburðarásin með þessum hætti en slysið verður rannskað frekar. 

mbl.is