Margt breyst á fjórum árum

Tim Cahill og félagar hans hjá Ástralíu mæta Hondúras í ...
Tim Cahill og félagar hans hjá Ástralíu mæta Hondúras í morgunsárið í umspili um laust sæti á HM 2018. AFP

Alls munu tólf þjóðir sem tefldu fram liði á HM 2014 í knattspyrnu karla ekki eiga fulltrúa á HM 2018 í Rússlandi. Það eru 37,5% þeirra 32 þjóða sem taka þátt á mótinu.

Stórþjóðir í knattspyrnusögunni á borð við Ítali og Hollendinga verða ekki með á HM. Einnig vekur athygli að Afríkumeistarar Kamerún sátu eftir, sem og Bandaríkin. Þá sat Síle, sem er í 9. sæti styrkleikalista FIFA, eftir í S-Ameríkuriðlinum.

Undankeppninni er ekki alveg lokið en liðin sem mætast nú í morgunsárið, Ástralía og Hondúras, voru bæði með á HM 2014 svo annað þeirra verður í fyrrnefndum 12 liða hópi sem ekki fer til Rússlands. Í nótt lýkur undankeppninni með leik Perú og Nýja-Sjálands, en hvorugt þessara landa var með á HM í Brasilíu.

Liðin sem léku á HM 2014 en verða ekki með Íslandi á HM 2018: Alsír, Bandaríkin, Bosnía, Ekvador, Fílabeinsströndin, Gana, Grikkland, Holland, Ítalía, Kamerún, Síle, og Ástralía eða Hondúras.