Þróttur Nes á toppinn

Þróttur Nes er í toppsætinu.
Þróttur Nes er í toppsætinu. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Þróttur Nes er kominn á topp Mizuno-deild kvenna í blaki eftir 3:0-sigur á Völsungi í íþróttahúsinu á Húsavík í gær. Þróttur vann hrinurnar þrjár 25:17, 25:18 og 25:21.

Heiða Elísabet Gunnarsdóttir var stigahæst með 11 stig fyrir Þrótt og Sladjana Smijanic gerði tíu stig fyrir Völsung. 

Þróttur Nes er nú með 20 stig, einu stigi meira en Afturelding sem er í 2. sæti. Völsungur er í 5. sæti með fimm stig. 

mbl.is