Ólafía kjörin íþróttamaður ársins

Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins 2017.
Ólafía Þórunn er íþróttamaður ársins 2017. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var rétt í þessu útnefnd íþróttamaður ársins 2017 í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna en hátíðinni vegna kjörsins er nú að ljúka í Silfurbergi í Hörpu.

Ólafía er fyrsti kylfingurinn sem hlýtur þetta sæmdarheiti og er jafnframt sjötta konan í 62 ára sögu kjörsins sem er kjörin íþróttamaður ársins en þetta er í annað sinn á þremur árum sem kona verður fyrir valinu.

Ólafía lék fyrst Íslendinga á sterkustu mótaröð heims í kvennaflokki, LPGA, á árinu 2017 og þar náði hún best fjórða sæti á móti í Indiana í september. Hún tryggði sér jafnframt áframhaldandi keppnisrétt á mótaröðinni fyrir tímabilið 2018.

Aron Einar Gunnarsson knattspyrnumaður hafnaði í öðru sæti og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hafnaði í þriðja sæti.

Aðrir á tíu manna listanum voru, í stafrófsröð: Aníta Hinriksdóttir, Guðjón Valur Sigurðsson, Helgi Sveinsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson, Sara Björk Gunnarsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir. Endanlegar niðurstöður úr kjörinu, röð og stig allra íþróttamannanna, liðanna og þjálfaranna verða birtar hér á mbl.is klukkan 21.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert