Mikill heiður að lenda í öðru sæti

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. mbl.is/Golli

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson varð annar í kjöri á íþróttamanni ársins sem lýst var á hófi í Hörpu í gær.

Aron fékk 43 atkvæðum færra en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og í þriðja sæti í kjörinu hafnaði Gylfi Þór Sigurðsson.

„Mikill heiður að enda í öðru sæti sem íþróttamaður ársins úr þessum frábæra hópi íþróttamanna, til hamingju, Ólafía, og allir hinir sem voru tilnefndir. Næsta ár verður enn betra,“ skrifar Aron Einar á twitter-síðu sína í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert