Conor snýr aftur þegar hann er blankur

Conor McGregor.
Conor McGregor. AFP

Khabib Nurmagomedov er einn mest spennandi bardagamaðurinn í UFC. Hann hefur barist 25 bardaga, unnið þá alla og flesta með miklum yfirburðum. Margir aðdáendur blandaðra bardagalista vilja sjá hann berjast við Conor McGregor og segist hann sjálfur tilbúinn að berjast við Írann skrautlega.

Nurmagomedov barðist við Edson Barboza um helgina og átti ekki í neinum vandræðum með að sigra Brasilíumanninn. Eftir bardagann var hann spurður út í mögulegan næsta andstæðing. 

„Ég væri til í að berjast við Tony Ferguson eða Conor. Það er ólíklegt að ég fái að berjast við Conor strax, því hann á fullt af peningum. Hann snýr aftur þegar hann er orðinn blankur, þá fæ ég kannski að berjast við hann,“ sagði Nurmagomedov. 

McGregor hefur ekki barist í blönduðum bardagalistum síðan í nóvember 2016 en síðan þá hefur hann barist gegn Floyd Mayweather í hnefaleikum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert