Áfall fyrir Murray

Andy Murray.
Andy Murray. AFP

Bretinn Andy Murray, einn besti tenniskappi heims, hefur þurft að draga sig úr keppni á Brisbane-mótinu í Ástralíu og þátttaka hans á Opna ástralska meistaramótinu er í uppnámi.

Murray hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu mánuði og ekki spilað að ráði síðan í júlí, en það hefur gert það að verkum að hann er fallinn niður í 16. sæti heimslistans. Hann segist nú íhuga það að gangast undir aðgerð, en það er mjöðmin sem er að fara með hann.

Opna ástralska meistaramótið hefst þann 15. janúar og Murray sagðist ætla að ákveða það á næstu dögum hvort hann verði áfram í Ástralíu og freisti þess að taka þátt eða haldi heim á leið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert