Sögulega góð byrjun Shiffrin

Mikaela Shiffrin fagnar sigri sínum.
Mikaela Shiffrin fagnar sigri sínum. AFP

Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin virðist afskaplega sigurstrangleg í svigi og stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í Pyeongchang 12. febrúar.

Shiffrin hefur unnið fyrstu fimm heimsbikarmót ársins 2018, en einsdæmi er að skíðakona byrji ár svo vel á mótaröðinni. Um var að ræða þrjú svigmót, eitt stórsvigsmót og eitt mót í samhliða svigi.

Shiffrin fagnaði sigri í svigmóti í Flachau í Austurríki í gær, en næstar á eftir henni komu Bernadette Schild frá Austurríki og hin sænska Frida Hansdotter. Shiffrin er langstigahæst á heimsbikarmótaröðinni en á listanum yfir samanlagðan árangur í öllum greinum er hún með 1.381 stig, í sérflokki. Wendy Holdener frá Sviss er næst með 560 stig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert