Norðfirðingar voru sterkari

Miguel Mateo skoraði 37 stig fyrir Þrótt og smassar hér …
Miguel Mateo skoraði 37 stig fyrir Þrótt og smassar hér í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Jón Guðmundsson

Þróttarar úr Neskaupstað skildu Aftureldingarmenn eftir á botni Mizuno-deildar karla í blaki með því að sigra þá 3:1 fyrir austan í kvöld.

Þetta var fyrri viðureign liðanna af tveimur en þau mætast aftur í Neskaupstað á morgun klukkan 13. Þróttur er nú með 11 stig í fjórða og næstneðsta sæti en Aturelding er með 6 stig á botninum. 

Þróttur vann fyrstu tvær hrinurnar, 25:17 og 25:21, en Mosfellingar unnu þriðju hrinu 25:17. Þær tölur komu upp í þriðja sinn þegar Þróttur vann fjórður hrinu 25:17 og leikinn þar með.

Miguel Mateo skoraði 37 stig fyrir Þrótt og Atli Fannar Pétursson 6. Piotr Kempisty skoraði 18 stig fyrir Aftureldingu og Alexander Stefánsson 9.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert