Sundsambandið bregst við #metoo

„Við stöndum saman og höfum hátt. #metoo,“ segir í yfirlýsingunum.
„Við stöndum saman og höfum hátt. #metoo,“ segir í yfirlýsingunum. AFP

Sundsamband Íslands hefur opnað upplýsingagátt á heimasíðu sinni í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem hefur verið um kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu, en konur í íþróttum stigu fram í síðustu viku og sögðu margar hverjar sína sögu.

„Til að styðja þolendur kynferðisofbeldis eru settar fram í upplýsingagáttinni leiðbeiningar um hvert má leita, auk þess sem við öll erum brýnd til að horfa í kringum okkur og láta vita ef við sjáum eða heyrum um eitthvað sem ekki er telst vera eðlilegt,“ segir í tilkynningu frá Sundsambandinu um upplýsingagáttina. Þar er einnig hlekkur þar sem nálgast má aga- og siðareglur SSÍ.

Þá er forsvarsfólk sundfélaga og -deilda hvatt til þess að setja sér aga- og siðareglur og koma sér upp viðbragðsáætlunum við hvers konar ofbeldi.

HÉR má sjá upplýsingagáttina og ítrekar Sundsambandið það að hún sé ekki fullmótuð né fullkomin og er tekið við ábendingum um nýtt efni eða ábendingar á iceswim@iceswim.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert