Hlynur mun snúa sér að maraþonhlaupum

Hlynur Andrésson kemur í mark.
Hlynur Andrésson kemur í mark. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Eftir að háskólanáminu lýkur mun ég færa mig upp í maraþon og götuhlaup. Markmiðið er að ná ólympíulágmarki,“ segir Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson í samtali við Morgunblaðið. Hann  er á sínu síðasta tímabili í háskólaíþróttunum í Bandaríkjunum, NCAA, og mun útskrifast í sumar.

„Eins og staðan er í dag má segja að 5.000 metrarnir séu mín sterkasta grein ásamt kannski 3.000 metrunum. Í mars kem ég til með að hlaupa 10.000 metra hlaup og við sjáum þá hvernig gengur að reyna við Íslandsmetið þar. Fyrstu skrefin eru að reyna að ná Íslandsmetunum á brautunum, ná upp nægilega miklum grunnhraða og færa mig síðan upp í lengri vegalengdir.“

Stendur sig vel í vetur

Hlynur hefur verið í hörkuformi í vetur og setti á dögunum Íslandsmet í 3.000 metra hlaupi innanhúss í Indiana. Hljóp hann á 8:02,08 mínútum en gamla metið var einnig í hans eigu. Í desember náði Hlynur þriðja besta tíma Íslendings í 5.000 metra hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á 14:11,10 mínútum. Auk þess náði hann sjö ára gömlu Íslandsmeti í 5.000 metra hlaupi af ólympíufaranum Kára Steini Karlssyni í fyrra.

Sjá samtal við Hlyn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert