Sharapova úr leik í fyrstu umferð

Maria Sharapova.
Maria Sharapova. AFP

Afar óvænt úrslit urðu í 1. umferð á opna Katarmótinu í tennis í dag en þá var Maria Sharapova slegin út.

Sharapova, sem hefur unnið fimm risamót á ferli sínum og var um tíma í toppsæti heimslistans, tapaði fyrir Monicu Niculescu frá Rúmeníu sem er í 92. sæti á heimslistanum.

Sharapova vann fyrsta settið, 6:4 en Niculescu hafði betur í næstu tveimur settum, 6:4 og 6:3, í viðureign sem stóð yfir í hátt á þriðju klukkustund.

mbl.is