17 ára ólympíumeistari

Chloe Kim er aðeins 17 ára.
Chloe Kim er aðeins 17 ára. AFP

Chloe Kim frá Bandaríkjunum er ólympíumeistari í hálfpípu, sem er grein innan snjóbrettafimi, eftir sigur á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag. Kim er aðeins 17 ára gömul, en þrátt fyrir það hafði hún yfirburði í greininni og fékk 98,25 stig. Liu Jiayu frá Kína varð önnur með 89,75 stig og Arielle Gold fékk 85,75 stig og tók þriðja sætið.

Marcel Hirscher frá Austurríki varð í morgun ólympíumeistari í alpatvíkeppni á. Hann skíðaði ferðirnar tvær á samanlagt 2:06,52 mínútum og vann sinn fyrsta ólympíumeistaratitil. Alex Pintrault hafnaði í 2. sæti á 0,2 sekúndum lakari tíma og landi hans Victor Muffat-Jeandet varð þriðji.

Marcel Hirscher fagnar í dag.
Marcel Hirscher fagnar í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert