Afar naumt tap gegn Ísrael

Sigríður Árnadóttir vann báða leiki sína í dag.
Sigríður Árnadóttir vann báða leiki sína í dag. Ljósmynd/Sportmyndir.is

Íslenska kvennalandsliðið í badminton þurfti að sætta sig við svekkjandi 3:2-tap gegn Ísrael á EM í Kazan í dag. Íslandsmeistarinn Margrét Jóhannsdóttir steig fyrst íslensku kvennanna á svið og mætti Dana Danilenko. Eftir spennandi viðureign hafið Danilenko betur, 2:1. Margrét vann fyrstu lotuna 21:19 en sú ísraelska svaraði með 21:17-sigrum í næstu tveimur lotum.

Sigríður Árnadóttir mætti Yuval Pugach í næstu viðureign og nældi Sigríður í fyrsta íslenska sigurinn á mótinu er hún vann 2:0, 21:15 og 21:18. Anna Karen Jóhannsdóttir tapaði hins vegar naumlega í næstu viðureign er hún mætti Margeret Lurie. Eftir spennandi leik hafði sú ísraelska 2:0-sigur með 24:22 og 21:18-sigrum í lotunum tveimur. 

Í tvíliðaleik tókst þeim Sigríði og Margréti að jafna viðureignina í 2:2 með öruggum 2:0-sigri á Yana Molodezki og Pugach. Sigurinn var aldrei í hættu og fóru loturnar 21:13 og 21:7. Því var leikur Þórunnar Eylands og Önnu Karenar Jóhannsdóttur gegn Danilenko og Yurie úrslitaleikur um sigurinn í einvíginu. Þær ísraelsku unnu tvær lotur 21:16 og þar með leikinn 2:0. Ísrael vann því þrjá leiki gegn tveimur. 

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla