Isak hækkaði sig um 16 sæti

Isak Pedersen náði fínum árangri á Ólympíuleikunum í dag.
Isak Pedersen náði fínum árangri á Ólympíuleikunum í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Isak Pedersen hafnaði í 55. sæti í undankeppninni í sprettgöngu karla á skíðum á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kór­eu í dag. Hann hækkaði sig um 15 sæti miðað við FIS-stig er hann kom í mark á 3:24,57 mínútum.

30 efstu keppendurnir fóru áfram í úrslitin og er Isak því úr leik, en hann getur vel við unað á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Ristomatti Hakola frá Finnlandi hafnaði í 1. sæti í undankeppninni á 3:08,54 sekúndum og Johannes Hoesflot Klaebo í 2. sæti á 3:08,54 mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert