Íslandsmetin féllu hjá öldungunum

Fríða Rún Þórðardóttir.
Fríða Rún Þórðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkur Íslandsmet féllu á Meistaramóti Íslands í öldungaflokki í frjálsum íþróttum sem fram fór um síðustu helgi í Laugardalshöll.

Óskar Hlynsson, Fjölni, setti glæsilegt nýtt Íslandsmet í 60 m hlaupi í flokki 55-59 ára er hann hljóp á tímanum 7,97 sekúndum. Metið var áður 8,1 sek. og var það í eigu Páls Ólafssonar FH, sett 16. mars 2001. Óskar setti einnig nýtt Íslandsmet í 200 m hlaupi er hann hljóp á tímanum 26,51 sek. Metið var áður 27,61 sek., sett af Jóni Sigurði Ólafssyni Breiðabliki 12. febrúar 2011.

Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR, setti nýtt glæsilegt Íslandsmet í 400 m hlaupi í flokki 44-49 ára er hún hljóp á tímanum 70,24 sekúndum. Metið var áður 70,64 sek. og var það í hennar eigu frá því í fyrra. Fríða Rún keppti einnig í 800 m og 3.000 m hlaupum, stóð sig mjög vel og varð Íslandsmeistari í öllum þremur greinunum.

Kolbrún Stefánsdóttir, ÍR, setti fjögur Íslandsmet í flokki 65-69 ára kvenna. Hún hljóp 60 m á 11,66 sek., stökk 2,84 m í langstökki með 2,84 m, hljóp 200 m á 44,55 sek. og varpaði kúlunni 6,90 m í kúluvarpi.

Bestu afrek mótsins, samkvæmt svonefndri WMA-prósentu, unnust í 60 m hlaupi. Óskar Hlynsson, Fjölni, hljóp vegalengdina á 7,97 sekúndum, í flokki 55-59 ára, og Annar Rappich, UFA hljóp á 8,89 sekúndum í flokki 50-54 ára.

mbl.is