Aðeins sá þriðji sem nær að verja ólympíutitilinn

Eric Frenzel fagnar sigrinum í dag.
Eric Frenzel fagnar sigrinum í dag. AFP

Söguleg úrslit áttu sér stað í norrænni tvíkeppni karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í morgun þegar Þjóðverjinn Eric Frenzel bar sigur úr býtum.

Í norrænni tvíkeppni er keppt annars vegar í skíðagöngu og hins vegar í skíðastökki. Fyrst er stokkið  og sá sem stekkur lengst byrjar 10 km skíðagönguna á núlli en aðrir keppendur byrja með refsitíma sem nemur árangri þeirra í stökkinu.

Frenzel vann einnig þessa grein á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí fyrir fjórum árum og er aðeins þriðji keppandinn í sögunni sem nær að verja titil sinn. Það gerði einnig Ulrich Wehling (1972, 1976 og 1980) og svo Norðmaðurinn Johan Grøttumsbråten (1928, 1932).

Silfur fékk Japaninn Akito Watabe, eins og í Sotsjí fyrir fjórum árum, en brons fékk Lukas Klapfer frá Austurríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert