Í sögubækur ÓL og frábært viðtal rifjað upp

Shaun White fagnar gullinu í nótt.
Shaun White fagnar gullinu í nótt. AFP

Bandaríski snjóbrettakappinn Shaun White tryggði sér í nótt sæti í sögubókum Vetrarólympíuleikanna eftir að hann vann gull í snjóbrettakeppni í hálfpípu á ÓL í Pyeongchang.

White varð með þessu sá fyrsti sem vinnur þrenn gullverðlaun í snjóbrettakeppni leikanna, en hann var einnig efstur á palli á Vetrarólympíuleikunum 2006 og 2010.

White er í dag 31 árs gamall og var því 19 ára þegar hann hrósaði sigri árið 2006. Eftir sigurinn í nótt fór gamalt viðtal við hann á flug sem tekið var eftir hans fyrsta gull, þegar hann lýsti því í viðtali við CNN að í fluginu aftur til Bandaríkjanna hefði áhöfnin hreinlega borið í hann drykkina.

Spyrillinn furðaði sig á því enda var White þá undir lögaldri, en hann bjargaði sér frábærlega út úr aðstæðunum eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert