Sá sigursælasti aðstoðar eiginkonuna á ÓL

Ole Einar Björndalen.
Ole Einar Björndalen. AFP

Sigursælasti keppandi í sögu Vetrarólympíuleikanna var ekki valinn í lið Noregs fyrir leikana í Pyeongchang. Ole Einar Björndalen, sem er 44 ára gamall, stefndi þó að þátttöku og hann er mættur til Suður-Kóreu en aðstoðar þar Hvít-Rússa.

Björndalen vann 13 verðlaun í skíðaskotfimi, þar af 8 gull, á fimm leikum í röð og tvenn gullverðlaunanna hlaut hann fertugur að aldri í Sotsjí fyrir fjórum árum. Eiginkona hans, Darja Domratsjeva frá Hvíta-Rússlandi, keppir hinsvegar í Pyeongchang og Björndalen aðstoðar hana á leikunum.

„Fyrstu tvær vikurnar eftir að ég var ekki valinn voru mjög erfiðar en nú hugsa ég bara um að styðja Dörju,“ sagði Björndalen við VG í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert