Svíarnir reyndust mun sterkari

Margrét Jóhannsdóttir.
Margrét Jóhannsdóttir. mbl.is/Golli

Íslenska kvenna­landsliðið í badm­int­on tapaði illa fyrir Svíþjóð á EM í Kaz­an í dag, en þær sænsku unnu viðureignina örugglega 5:0 þar sem Ísland vann ekki eina einustu lotu.

Margrét Jóhansdóttir (19:21, 11:21), Sigríður Árnadóttir (10:21, 8:21) og Þórunn Eylands (8:21, 4:21) töpuðu allar sínum viðureignum í einliðaleik, 2:0. Í tvíliðaleik töpuðu þær Sigríður og Margrét sínum leik 2:0 (8:21, 12:21). Þórunn og Arna Karen Jóhannsdóttir töpuðu sínum leik einnig 2:0 (8:21, 9:21).

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Ísrael í gær, 3:2, og á annan leik fram undan í dag þegar liðið mætir Danmörku. Síðar í dag mætir karlalandsliðið svo liði Aserbaídsjan.

mbl.is