Tobias og Tobias tryggðu Ólympíutvennu

Tobias Wendl og Tobias Arlt fagna á sleða sínum í ...
Tobias Wendl og Tobias Arlt fagna á sleða sínum í dag. AFP

Þjóðverjarnir Tobias Wendl og Tobias Arlt vörðu í dag Ólympíutitil sinn í tvímenningi í sleðakeppni Vetrarólympíuleikanna í Pyeongchang í Suður-Kóreu.

Þeir félagar komu í mark í brautinni á rúmlega 113 km hraða en tími þeirra var 45,87 sekúndur. Sekúndubrotum á eftir urðu þeir Peter Penz og Georg Fischler frá Austurríki og bronsið fengu Þjóðverjarnir Toni Eggert og Sacha Benecken á rétt rúmum 46 sekúndum.

Tobiasarnir tveir eru þriðja parið í tvímenningi á sleða sem verja Ólympíutitil sinn, en Þjóðverjar hafa verið ríkjandi í greininni. Andreas og Wolfgang Linger unnu 2006 og 2010 og þar áður höfðu þeir Hans Rinn og Norbert Hahn unnið á ÓL 1976 og 1980.

mbl.is