Fyrsta gull Pólverja kom í skíðastökki

Kamil Stoch vann fyrstu gullverðlaun Póllands í keppninni.
Kamil Stoch vann fyrstu gullverðlaun Póllands í keppninni. AFP

Kamil Stoch hreppti gullið í skíðastökki karla af hærri palli á Vetrarólympíuleikunum Pyeongchang í Suður-Kór­eu. Stoch stökk samtals 285,7 metra en þjóðverjinn Andreas Wellinger var rétt á eftir með 282,3 metra og tók því silfrið.

Norðmaðurinn Robert Johansson var svo þriðji með 282,3 metra en Norðmenn sátu einnig í fjórða og fimmta sæti, þeir Daniel-André Tande og Johann André Forfang.

Þetta eru fyrstu gullverðlaun Pólverja í keppninni en Stoch, sem tók gullið í greininni í fyrra, var talinn sigurstranglegur fyrir mót og var þessi grein þeirra helsta von um verðlaunasæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert