Norðmenn tóku gullið - Bjørgen jafnar met

Marit Bjørgen er komin með 13 verðlaunapeninga á Vetrarólympíuleikum.
Marit Bjørgen er komin með 13 verðlaunapeninga á Vetrarólympíuleikum. AFP

Norðmenn tóku gullið í 4x5 kílómetra boðgöngu kvenna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu en Svíar, sem tóku gullið 2014, urðu að láta sér nægja silfrið að þessu sinni.

Hin 37 ára Marit Bjørgen vann þar með sína 13 medalíu í sögu Vetrarólympíuleikanna og þá þriðju í ár og hefur þar með jafnað met samlanda síns, Ole Einar Bjørndalen.

Bronsverðlaunin fóru til keppenda frá Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert