„Ruglaðasta sem ég hef lent í“

Normðaurinn Øystein Bråten, til vinstri.
Normðaurinn Øystein Bråten, til vinstri. AFP

Norðmaðurinn Øystein Bråten vann til gullverðlauna í brekkufimi karla á Vetr­arólymp­íu­leik­un­um í Pyeongchang. Vó þar fyrri ferð hans þungt í sigrinum en hinn 22 ára gamli Norðmaður hlaut 95 stig af dómurunum fyrir hana og norskir lýsendur voru afar heillaðir af frammistöðu kappans.

„Þetta er mögulega besta frammistaða sem ég hef séð frá upphafi í brekkufimi,“ sagði Andreas Håtveit í lýsingu sinni á Eurosport í Noregi en hann féll í síðari ferðinni.

Bandaríkjamaðurinn Nick Goepper varð þriðji með 93,6 stig en Alex Beaulieu-Marchand frá Kanada varð þriðji.

„Það var ótrúlegt að standa á efsta palli. Ég er ekki vanur því að lenda í fyrri ferðinni. Það gerist vanalega í seinni ferðinni. Þetta er eitthvað það ruglaðasta sem ég hef lent í,“ sagði Bråten við TV2 í Noregi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert