Tæpari verða sigrarnir ekki – mynd

Martin Fourcade.
Martin Fourcade. AFP

Gríðarleg spenna var í 15 km skíðaskotfimi karla á Vetrarólympíuleikunum í Pyeonchang í Suður-Kóreu þar sem Frakkinn Martin Fourcade bar sigur úr býtum eftir harða keppni við Þjóðverjann Simon Schempp.

Skráður lokatími hjá þeim Fourcade og Schempp var sá sami, 35:47,3 mínútur, og þurfti að notast við ljósmynd af tvíeykinu þegar þeir komu í mark til þess að skera úr um sigurvegara.

Myndina má sjá hér að ofan og ljóst er að mjórra verður varla á mununum en Fourcade var að lokum úrskurðaður millimetrum á undan Schempp og vann kappinn þar með sín fjórðu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikum. Norðmaðurinn Emil Hegle Svendsen var í 3. sæti á 35:48,5.

Fourcade hélt raunar að hann hefði tapað er hann kom í mark og sló staf sínum í snjóinn af pirringi en fann svo út skömmu síðar að hann hefði sigrað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert