Norðmenn hafa unnið flest verðlaun

Sveit Norðmanna fagnaði sigri í boðgöngu karla í gær.
Sveit Norðmanna fagnaði sigri í boðgöngu karla í gær. AFP

Norðmenn hafa unnið til flestra verðlauna á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu.

Norðmenn hafa unnið til 26 verðlauna, níu gullverðlauna, níu silfurverðlauna og átta bronsverðlauna. Þjóðverjar koma næstir en þeir hafa unnið samtals 18 verðlaun, níu gull, fimm silfur og fjögur brons. Kanadamenn koma svo í þriðja sætinu með samtals 16 verðlaun, fimm gull, fimm silfur og sex brons.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert