Aníta keppir fyrir Íslands hönd á HM

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aníta Hinriksdóttir verður eini keppandinn frá Íslandi sem tekur þátt í heimsmeistaramótinu innanhúss í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Birmingham á Englandi 1.-4. mars.

Aníta náði lágmörkum í 800 m og 1500 m hlaupum. Aníta náði fyrst lágmarki í 800 m hlaupi á Reykjavíkurleikunum þann 4. febrúar í fyrra er hún hljóp á tímanum 2:01,18 mín sem er Íslandsmet í greininni. Lágmarkið er 2:02,00 mín innanhúss.

Aníta náði lágmarki í 1500 m hlaupinu á IAAF World Indoor Tour mótinu í Düsseldorf í Þýskalandi þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá hljóp hún 1500 metrana á tímanum 4:09,54 mín og setti um leið nýtt glæsilegt Íslandsmet í greininni. Lágmarkið  er 4:11,00 mín og var hún því talsvert undir lágmarkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert