Boðið að koma aftur til Pyeongchang

Kristin Skaslien og Magnus Nedregotten.
Kristin Skaslien og Magnus Nedregotten. AFP

Magnus Nedregotten og Kristin Skaslien, sem kepptu fyrir hönd Noregs í blandaðri keppni í krullu á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í S-Kóreu, hafa fengið boð um að halda aftur til Pyeongchang en þau voru komin aftur til Noregs frá leikunum.

Eftir að Rússinn Alexander Krushelnitsky féll á lyfjaprófi hafa Rússar verið sviptir bronsverðlaunum sínum í blandaðri keppni í krullu en Krushelnitsky og eiginkona Anastasija Bryzgalova höfnuðu í þriðja sæti í krullukeppninni á undan norska parinu. Nú hefur Norðmönnum verið boðið að koma aftur til Pyeongchang til að veita bronsverðlaunum sínum viðtöku.

„Ég get staðfest að við höfum tækifæri til að halda aftur til Pyeongchang,“ sagði Nedregotten í viðtali við Eurosport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert