15 ára ólympíumeistari

Alina Zagitova á skautasvellinu.
Alina Zagitova á skautasvellinu. AFP

Hin 15 ára gamla Alina Zagitova tryggði Rússum fyrstu gullverðlaunin á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í nótt þegar hún vann sigur í listhlaupi á skautum.

Zagitova haði betur gegn löndu sinni Evgenia Medvedeva sem hafnaði í öðru sæti, 1,31 stigi á eftir ólympíumeistaranum. Kaetlyn Osmond frá Kanada hreppti bronsverðlaunin.

„Ég trúi því ekki að ég sé meistari. Það mun taka einhvern tíma að átta sig á því,“ sagði hin unga Zagitova eftir sigurinn þar sem henni tókst að hafa betur gegn tvöföldum heimsmeistara og æfingafélaga sínum sem Medvedeva er.

„Ég er ánægð með hversu mér tókst að halda spennunni niðri. Hendurnar skulfu en líkami minn gerði allt sem ég hef æft,“ sagði Zagitova.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert