Óvæntur sigur Bandaríkjanna í krullu

Leikmenn bandaríska landsliðsins í krullu.
Leikmenn bandaríska landsliðsins í krullu. AFP

Bandaríska karlalandsliðið í krullu lagði Svíþjóð 10:7 í úrslitaleik á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu í dag. Fyrir leikinn voru Svíar taldir líklegri til sigurs enda á toppi styrkleikalistans í krullu auk þess sem liðið hafði unnið Bandaríkin 10:4 í riðlakeppninni.

Staðan var jöfn eftir sjö umferðir en Bandaríkjamenn sigldu fram úr í 8. umferð með því að landa fimm stiga steini og komast þannig í 10:5. Svíar klóruðu í bakkann í 9. umferð en hvortugt lið hlaut stig í 10. umferðinni.

Um er að ræða fyrsta gull bandaríska karlalandsliðsins í krullu en liðið vann Kanadamenn afar óvænt í undanúrslitunum.

Sviss vann brons á leikunum og er það í fyrsta skipti sem Kanada vinnur ekki til verðlauna í krullu karla á Vetrarólympíuleikum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert