Víkingur bikarmeistari í borðtennis

Bikarmeistarar Víkings 2018: Magnús Hjartarson, Stella Kristjánsdóttir og Magnús K. …
Bikarmeistarar Víkings 2018: Magnús Hjartarson, Stella Kristjánsdóttir og Magnús K. Magnússon. Ljósmynd/Pétur Stephensen

Bikarkeppnin í borðtennis fór fram í TBR-íþróttahúsinu í gær, en alls voru tíu lið skráð til leiks að þessu sinni. Eftir harða keppni voru það lið Víkings A og Víkings B sem léku til bikarúrslita.

Lið Víkings A er skipað Magnús Hjartarsyni, Magnúsi K. Magnússyni og Stellu Kristjánsdóttur og lið Víkings B er skipað Sindra Þór Sigurðssyni, Inga Darvis og Þórunni Árnadóttur.

Leikir liðanna í bikarúrslitaleiknum voru bæði skemmtilegur og spennandi þar sem mjög góður borðtennis var leikinn. Að lokum sigraði A-lið Víkings, en lokatölur urðu 4:3 Víkingi A í vil. Úrslit í einstaka leikjum í úrslitaviðureigninni má sjá hér að neðan.

1.      Magnús K Magnússon - Sindri Þór Sigurðsson:  6:11, 10:12,11:13. 

2.      Magnús Hjartarson - Ingi Darvis:  8:11, 11:7, 11:9, 11:13, 9:11.

3.      Stella Kristjánsdóttir - Þórunn Árnadóttir:  11:8, 11:9, 11:6.

4.      Magnús H. og Magnús K. - Sindri og Ingi Darvis:  11:8, 4:11, 6:11,6:11.

5.      Magnús H. og Stella - Sindri og Þórunn:  8:11, 11:8, 12-10, 11-4.

6.      Magnús K. Magnússon - Ingi Darvis:  3:11, 11:9, 8:11, 11:4, 11:4.

7.      Magnús Hjartarson - Sindri Sigurðsson:  9:11, 11:6, 11:7, 11:7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert