Hilmar Snær keppir í Pyeongchang

Hilmar Snær Örvarsson keppir í svigi og í stórsvigi á …
Hilmar Snær Örvarsson keppir í svigi og í stórsvigi á Vetrarólympíumóti fatlaðra, Winter Paralympics, sem fram fer í Pyeongchang í Suður-Kóreu í mars. mbl.is/Hari

Hilmar Snær Örvarsson keppir fyrir hönd Íslands á Vetrarólympíumóti fatlaðra, Winter Paralympics, sem fram fer í Pyeongchang í Suður-Kóreu en mótið verður sett 9. mars.

Hilmar Snær verður eini íslenski keppandinn á mótinu að þessu sinni.

Hilmar Snær, sem er 17 ára gamall, keppir í svigi og stórsvigi í flokki hreyfihamlaðra standandi, LW2. Hann er yngsti keppandi sem Ísland hefur sent til keppni á mótið. 

Svigkeppnin sem Hilmar Snær tekur þátt í fer fram 14. mars. Þremur dögum síðar verður hann á meðal keppenda í stórsvigi. 

Með Hilmari Snæ í för verða Þórður Georg Hjörleifsson, þjálfari hans, og Einar Bjarnason aðstoðarþjálfari, auk Jóns Björns Ólafssonar fararstjóra.  

Rætt verður við Hilmar Snæ í Morgunblaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Hilmar Snær Örvarsson.
Hilmar Snær Örvarsson. mbl.is
mbl.is