Íslandsmeistarar á táningsaldri

Magnús Gauti og Stella Karen.
Magnús Gauti og Stella Karen. mbl.is/Árni Sæberg

Magnús Gauti Úlfarsson og Stella Karen Kristjánsdóttir urðu í gær Íslandsmeistarar í einliðaleik í borðtennis í TBR húsinu. Magnús er 17 ára gamall og Stella árinu yngri og fögnuðu þau bæði sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli.

Magnús var valinn borðtennismaður ársins 2017 og ætlaði hann sér ekkert nema sigur á mótinu. Þrátt fyrir það, var hann hrærður er hann spjallaði við Morgunblaðið eftir mótið. „Ég trúi þessu ekki, þótt ég hafi farið inn í þetta mót og ætlað að vinna það. Ég er búinn að bíða lengi eftir þessu augnabliki,“ sagði Magnús.

Í undanúrslitum hafði hann betur gegn Íslandsmeistara síðasta árs, Magnúsi K. Magnússyni, og í úrslitum lék hann gegn Davíð Jónssyni. Hann viðurkennir að leikurinn gegn nafna sínum í undanúrslitum hafi verið erfiður, en í úrslitaleiknum sýndi hann allar sýnar bestu hliðar. „Þetta var stressandi leikur í undanúrslitum. Þetta var kaflaskipt og við unnum loturnar til skiptis. Ég náði hins vegar að slaka á og klára dæmið. Í úrslitaleiknum fékk ég nóg af færum til að klára og í því er ég bestur. Uppgjafirnar virkuðu vel hjá mér líka.“

Nánar er fjallað um mótið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert