ÍR bikarmeistari í frjálsum íþróttum

ÍR-ingar fagna í Kaplakrika í dag.
ÍR-ingar fagna í Kaplakrika í dag. Ljósmynd/Jóhann Ingi

ÍR varð í dag bikarmeistari í frjálsum íþróttum innanhúss eftir æsispennandi keppni við FH í Kaplakrika í dag. ÍR hlaut að lokum 104 stig, einu stigi meira en Hafnarfjarðarliðið. Breiðablik varð í 3. sæti með 78 stig. 

Liðsmenn ÍR höfnuðu átta sinnum í fyrsta sæti, þrisvar í öðru sæti og fjórum sinnum í þriðja sæti. FH-hingar unnu fimm greinar, náðu 2. sæti átta sinnum og þriðja sæti einu sinni. 

ÍR er einnig bikarmeistari kvenna eftir harða keppni við FH. ÍR-konur fengu 51 stig gegn 49 stigum FH-inga. Breiðablik hafnaði í 3. sæti í kvennaflokki með 39 stig. 

FH er hins vegar bikarmeistari karla. Sem fyrr voru það lið FH og ÍR sem börðust. FH-ingar fengu 54 stig og ÍR 53. Breiðablik hafnaði í 3. sæti og fékk 39 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert