Bikarinn til Akureyrar

KA-menn fagna bikarmeistaratitlinum.
KA-menn fagna bikarmeistaratitlinum. mbl.is/Hari

að velli 3:1 í ansi hreint skemmtilegum leik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

HRINA I: 23:25

2:5 HK fékk fyrsta stigið en síðan tók KA við. Ég verð að segja það eins og er að lið KA er ekki árennilegt ef marka má upphitunina. Gríðarlega strkt lið með valinn mann í hverju rúmi. En sjáum hvað setur.

7:9 Munurinn helst þetta tvö til þrjú stig og HK menn ekkert á því að gefa neitt eftir.

12:15 HK tekur leikhlé, en liðið hefur verið að elta og náð muninn nokkrum sinnum í eitt stig en nær hafa þeir ekki komist og nú skal breyta því.

12:18 Leikléið áðan gekk ekki eins og til var stofnað þannig að HK ætlar að reyna aftur til að snúa leiknum sér í vil. En KA-menn eru ógnarsterkir.

12:20 Tvær rosalegar sóknir hjá KA þar sem skellt var úr aftari línu af miklum krafti og nákvæmni.

19:22 Fjögur stig í röð hjá HK og norðanmenn taka leikhlé.

23:25 KA komst í 24:20 en heimamenn neituðu að gefast upp og breyttu stöðunni í 23:24 sem varð til þess að KA tók leikhlé og kræktu sér síðan í lokastigið í framhaldi af því.

Frá leik HK og KA í dag.
Frá leik HK og KA í dag. mbl.is/Hari

HRINA II: 16:25

3:0 Nú byrjar HK mun betur en í fyrstu hrinu og eru komnir með þrjú fyrstu stigin í hús.

3:3 Hlutirnir gerast hratt hér í Digranesinu. Þrjú stig í röð frá KA og allt jafnt.

5:8 HK komst í 5:3 en nú hefur KA fengið fimm stig í röð með flottum sóknum á miðjunni og heimamenn taka leikhlé. Það þarf að stoppa í þennan leka.

9:12 Munurinn helst óbreyttur í eldfjörugum leik.

12:13 Eitt stig er ekki mikið en hlutirnir eru fljótir að breytast í blakinu.

13:16 HK tekur leikhlé.

13:23 Leikhkléið gaf ekki þann árangur sem heimamenn vonuðust til og KA hefur gert sjö stig í röð.

16:25 HK gefst ekki upp og þrátt fyrir sjö stig í röð frá KA og dökkt útlit tókst liðinu að krækja sér í þrjú stig í röð áður en KA tryggði sér sigurinn í hrinunni.

HRINA III: 25:16

0:1 Ólíkt fyrri tveimur hrinum fær KA fyrsta stigið.

8:4 Flottar sóknir hjá HK þessa stundina og þeir uppskera eftir því. KA tekur leikhlé.

11:6 HK heldur áfram að salla inn stigum og gengur það bara bærilega enda leikur liðið vel þessa stundina.

16:10 Það skyldi þá aldrei vera að HK ætlaði að ná í eina hrinu? Ef liðið heldur þessu áfram gæti ýmislegt gerst.

19:13 Ja svei mér þá ef þetta verður ekki hrina HK. Norðanmenn hafa áhyggjur af því og taka leikhlé til að reyna að stoppa í götin hjá sér.

23:15 HK stefnir hraðbyri að því að ná einni hrinu.

25:16 Já sko það hafðist en dálítið ósanngjarnt stigið sem þeir fengu í lokin, boltinn af langt inni en var dæmdur úti og þar með kom síðasta stigið. En þeir hefði örugglega klárað sig af þessu engu að síður.

HRINA IV: 22:25

4:2 KA fékk aftur fyrsta stigið í hrinunni en heimamenn virðast sjóðheitir.

7:4 Líf og fjör í herbúðum heimamanna á meðan KA menn láta ýmislegt fara í taugarnar á sér og það hefur einfaldlega aldrei virkað í blaki.

8:8 KA-menn náðu að róa sig og einbeita sér að blakinu enda gefur það mun betri raun.

13:8 Fimm stig í röð frá Kópavogsliðinu og KA tekur leikhlé. Mikil barátta í HK og sú barátta skilar alltaf slatta af stigum.

14:12 Miklar sveiflur og HK tekur leikhlé, en mikið eru það skemmtilegir taktar sem liðin bjóða uppá hér í Digranesi.

14:14 Hiti í mönnum. Ekki dæmt tvíslag á KA mann, sem hefði að sjálfsögðu átt að gera, og þeir minnka muninn í 14:13 og HK maður fékk rautt spjald í kjölfarið sem þýðir stig til mótherjans. Jafnt.

18:20 HK tekur leikhlé en síðustu stigin sem KA hefur fengið eru vegna hversu uppspilið hjá HK er óhnitmiðaða og menn því að slá mikið út af.

20:23 Mikil spenna í Digranesi. 

22:25 HK minnkaði muninn í 22:24 en KA krækti í stigið sem vantaði og er bikarmeistari.

Einhver töf verður á að leikurinn hefjist en hann átti upphaflega að hefjast 15:30, en kvennaleikurinn var lengri en áætlanir gerðu ráð fyrir og mér sýnist að karlaleikurinn gæti hafist um 17:00.

Íslandsmeistararnir úr HK koma trúlega vel stemmdir til leiks enda hefur liðið ekki orðið bikarmeistari síðan 2013. KA varð meistari 2015 og 2016 og þrjú ár í röð áður en HK stal einum titli, 2010, 2011 og 2012. Akureyringar urðu á dögnum deildameistarar og hefðu örugglega ekkert á móti því að fara með bikarinn norður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert