Sló heimsmet á skólamóti

Michael Norman.
Michael Norman.

Bandaríkjamaðurinn Michael Norman setti rétt í þessu nýtt heimsmet í 400 metra hlaupi innanhúss í karlaflokki þegar hann hljóp vegalengdina á 44,52 sekúndum.

Afrekið vann hann á bandaríska háskólameistaramótinu á College leikvanginum í Texas og hann sló þar þrettán ára gamalt met landa síns Kerron Clement, sem var einmitt sett á sama móti og var 44,57 sekúndur.

Norman, sem er aðeins tvítugur, varð fimmti í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Ríó fyrir tveimur árum og varð heimsmeistari unglinga í þeirri grein síðar sama ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert