Keilusambandið ræður reyndan Svía

Robert Anderson og Ásgrímur H. Einarsson, formaður KLÍ, takast í …
Robert Anderson og Ásgrímur H. Einarsson, formaður KLÍ, takast í hendur eftir undirritun samningsins. Ljósmynd/KLÍ

Keilusamband Íslands hefur ráðið Robert Anderson frá Svíþjóð sem ráðgjafa afreksmála. Robert mun hafa umsjón með afrekshóp karla ásamt því að vera þjálfurum afrekshópa unglinga og kvenna innan handar.

Robert Andersson hefur náð frábærum árangri sem leikmaður, var í mörg ár í landsliði Svíþjóðar sem lengi hefur átt eitt sterkasta landslið heims en með þeim varð hann m.a. heimsmeistari í tvímenning ásamt því að vinna mörg mót á Evróputúrnum. Hann hefur þjálfað u-21 árs landslið Svíþjóðar og núna síðast karlalið Sádi-Arabíu.  

„Það er mikill fengur fyrir KLÍ að fá Robert til starfa og mikils er vænst af samstarfinu,“ segir í tilkynningu frá sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert